Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 09:51 Jón Ásgeir Jóhannesson. Vísir/Hörður Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár. Aurum Holding málið Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár.
Aurum Holding málið Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira