Einar: Þessi kvörtun kemur okkur í opna skjöldu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2014 15:01 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Vísir/Vilhelm „Þú ert að segja mér fréttir,“ sagði EinarÞorvarðarson, framkvæmdastjóri HSí, við Vísi aðspurður um kvartanir Bosníumanna vegna þjónustu HSÍ á meðan dvöl liðsins stóð um helgina. Bosnía mætti til Íslands til að spila seinni umspilssleik liðanna í undankeppni HM 2015 en jafntefli í Laugardalshöll tryggði liðinu farseðilinn til Katar og skildi strákana okkar eftir í sárum. Ásamt því að fagna sigrinum hafa Bosníumenn einnig kvartað í fjölmiðlum í heimalandinu yfir aðbúnaðinum á Íslandi. „Allt frá gistiaðstöðu að matnum sem okkur stóð til boða. Það var alls ekki nógu gott,“ sagði þjálfarinn DraganMarkovic við sport.be. „Við fengum enga kvörtun um mat eða neitt slíkt,“ sagði Einar um málið við Vísi. Ein kvörtun barst snemma sem var afgreidd, að sögn framkvæmdastjórans. „Það var einhver smá kvörtun þegar þeir komu um að starfsliðið væri ekki nógu nálægt leikmönnunum. Þetta var spurning um að labba einhverja hundrað metra. Annars kemur þetta okkur algjörlega í opna skjöldu,“ sagði Einar. Einar ítrekaði að Bosníumenn hefðu tekið mjög vel á móti Íslendingum. Ennfremur sagði framkvæmdastjórinn að Bosníumenn hefðu verið á hóteli sem HSÍ hefur oft notað áður og aldrei verið kvartað yfir. „Við heyrðum í þeim eftir á og það var allt í þessu fínasta lagi. Ég man ekki eftir svona kvörtunum og við höfum notað þetta hótel oft. Við reynum að uppfylla allar kröfur og ekki fengið nein bréf um að eitthvað sé í ólagi eða þvíumlíkt,“ sagði Einar Þorvarðarson.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Móttökurnar á Íslandi hræðilegar Þjálfari bosníska landsliðsins segir að matur og gistiaðstaða hafi verið ófullnægjandi. 19. júní 2014 12:44 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
„Þú ert að segja mér fréttir,“ sagði EinarÞorvarðarson, framkvæmdastjóri HSí, við Vísi aðspurður um kvartanir Bosníumanna vegna þjónustu HSÍ á meðan dvöl liðsins stóð um helgina. Bosnía mætti til Íslands til að spila seinni umspilssleik liðanna í undankeppni HM 2015 en jafntefli í Laugardalshöll tryggði liðinu farseðilinn til Katar og skildi strákana okkar eftir í sárum. Ásamt því að fagna sigrinum hafa Bosníumenn einnig kvartað í fjölmiðlum í heimalandinu yfir aðbúnaðinum á Íslandi. „Allt frá gistiaðstöðu að matnum sem okkur stóð til boða. Það var alls ekki nógu gott,“ sagði þjálfarinn DraganMarkovic við sport.be. „Við fengum enga kvörtun um mat eða neitt slíkt,“ sagði Einar um málið við Vísi. Ein kvörtun barst snemma sem var afgreidd, að sögn framkvæmdastjórans. „Það var einhver smá kvörtun þegar þeir komu um að starfsliðið væri ekki nógu nálægt leikmönnunum. Þetta var spurning um að labba einhverja hundrað metra. Annars kemur þetta okkur algjörlega í opna skjöldu,“ sagði Einar. Einar ítrekaði að Bosníumenn hefðu tekið mjög vel á móti Íslendingum. Ennfremur sagði framkvæmdastjórinn að Bosníumenn hefðu verið á hóteli sem HSÍ hefur oft notað áður og aldrei verið kvartað yfir. „Við heyrðum í þeim eftir á og það var allt í þessu fínasta lagi. Ég man ekki eftir svona kvörtunum og við höfum notað þetta hótel oft. Við reynum að uppfylla allar kröfur og ekki fengið nein bréf um að eitthvað sé í ólagi eða þvíumlíkt,“ sagði Einar Þorvarðarson.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Móttökurnar á Íslandi hræðilegar Þjálfari bosníska landsliðsins segir að matur og gistiaðstaða hafi verið ófullnægjandi. 19. júní 2014 12:44 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Sjá meira
Móttökurnar á Íslandi hræðilegar Þjálfari bosníska landsliðsins segir að matur og gistiaðstaða hafi verið ófullnægjandi. 19. júní 2014 12:44