Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júní 2014 13:23 "Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins.“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira