Gaupi spáir í spilin Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júní 2014 19:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45