Gaupi spáir í spilin Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júní 2014 19:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45