Eru vinstri grænir, hægri grænir? Kjartan Due Nielsen skrifar 30. maí 2014 11:22 Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar