Eru vinstri grænir, hægri grænir? Kjartan Due Nielsen skrifar 30. maí 2014 11:22 Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun