Að skapa bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi Freyja Haraldsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 30. maí 2014 12:11 Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun