Skoðun

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ þarf aðhald

Einar Karl Birgisson skrifar
Í Garðabæ þarf að gera betur, hér er þó margt vel gert. Í áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Garðabæ. Eftir því sem ég veit best hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei þurft að taka tillit til annars stjórnmálaafls við þá stjórn sína. Slíkt er engum hollt jafnvel þó hann hafi staðið sig vel. Að ríkja einn í áratugi eru ekki  ákjósanlegustu aðstæður til að þroska lýðræðisvitundina.

Ákall er um að stjórnmálaflokkarnir endurmeti gildi sín og styrki lýðræðisvitund sína, sérstaklega eftir efnahugshrunið. Hefur það gerst hjá sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ? Gerðist það við uppstillinguna í vor þegar ekki var lengur óskað eftir reynsluboltunum sem best höfðu staðið sig í prófkjörum? Það er mitt mat að það sé kominn tími á breytt vinnubrögð. Það gerist ekki nema kjósendur séu reiðbúnir til að breyta til.

Framsókn í Garðabæ er borgaralegt afl sem stendur fyrir ábyrgri fjárhagsstjórn sem vill halda þeirri braut í fjármálum sem hér hefur verið mörkuð. Við viljum standa fyrir lýðræðisleg vinnubrögð og taka tillit til þess að meirihluti Garðbæinga eru aðfluttir, fólk sem hingað hefur leitað vegna góðra skóla, þjónustu og hógværa álagna.  Við viljum ljúka sameiningaverkefninu áður en ráðist verður í nýjar stórar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Við viljum færa útsvarsprósentuna aftur niður í það sem var fyrir efnahagshrunið. Þetta er hægt, sveitarfélagið stendur vel og því teljum við þetta mögulegt. Okkar listi endurspeglar breiða skírskotun Garðbæinga í sameinuðu sveitarfélagi sem getur sótt í reynslubrunn fyrri bæjarfulltrúa flokksins.

Gerum áfram vel það sem vel er gert en bætum það betur má fara. Það ert þú sem ræður á laugardaginn. Með því að kjósa Framsókn kallar þú eftir breyttum áherslum í vinnubrögðum við stjórn bæjarins. Því hvet ég þig til að setja x við B.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×