Stóru málin: Tekist á um húsnæðisvandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 20:00 Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira