Stóru málin: Tekist á um húsnæðisvandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 20:00 Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira