Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri

Sveinn Arnarsson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn og L-listi stærstir
Sjálfstæðisflokkurinn og L-listi stærstir
Lokatölur:

Breytingar hafa orðið í síðustu tölum á Akureyri. Framsóknarflokkurinn bæta við sig manni frá fyrstu tölum á kostnað L-listans. 20 atkvæðum munaði milli þriðja manns L-listans og annars manns Framsóknarflokssins. Að öðru leyti er staðan óbreytt. 

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2.222 atkvæði og þrjá menn kjörna og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar næstu fjögur árin. 

L-listinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fá tvo menn kjörna. Vísir hefur greint frá því fyrr í kvöld að viðræður eru hafnar milli þessara flokka um myndum meirihluta. 

Vinstri græn og Björt framtíð hlutu um 10% fylgi og fær hvor einn mann kjörinn. 

Bæjarstjórn Akureyrar næstu fjögur ár skipa: 

Gunnar Gíslason, sjálfstæðisflokki

Eva Hrund Einarsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki

Matthías Rögnvaldsson, L-lista

Silja Dögg Baldursdóttir, L-lista

Logi Már Einarsson, Samfylkingu

Sigríður Huld Jónsdóttir, Samfylkingu

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki

Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokki

Margrét Kristín Helgadóttir, Bjartri Framtíð

Sóley Björk Stefánsdóttir, Vinstri grænum

Fyrstu tölur:

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri samkvæmt fyrstu tölum. Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar las upp fyrstu tölur. Búið er að telja 5600 atkvæði.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 25% fylgi og þrjá menn kjörna. L-listinn nær þremur mönnum einnig inn í bæjarstjórn en hafði sex áður.

Samfylkingin fær 18.4% og bætir við sig manni frá síðustu kosningum og fær tvo menn inn í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn fær einnig tvo menn og 14.2% fylgi.

Björt framtíð og Vinstri hreyfingin grænt framboð ná einnig inn manni í bæjarstjórn. VG er með  10.5% fylgi samkvæmt þessum fyrstu tölum og Æ-listi Bjartrar framtíðar er með 9.1%. Dögun nær ekki inn manni í bæjarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru að bæta við sig mestu fylgi samkvæmt þessum fyrstu tölum.

Sjálfstæðisflokkur 3

L-listinn 3

Samfylkingin 2

Framsóknarflokkurinn 1

Björt Framtíð 1

Vinstri Græn 1


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×