Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 16:20 Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. VISIR/GVA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent