Eigum við að trúa lyginni? Sigurður Haraldsson skrifar 24. maí 2014 16:41 Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun