Eigum við að trúa lyginni? Sigurður Haraldsson skrifar 24. maí 2014 16:41 Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga berja Sjálfstæðismenn í Kópavogi, með bæjarstórann Ármann fremstan í flokki sér á brjóst og hælast yfir góðri afkomu sjóða bæjarins nú eftir tveggja ára stjórnarsetu þeirra. Þeir Sjálfstæðismenn ná ekki upp í nefið á sér vegna eigin snilligáfu, því þeir hafa lækkað skatta að eigin sögn en samt náð þessum stórmerkilega árangri, að skila bæjarstjóði með rúman milljarð í rekstrarafgang síðasta ár. En er snilligáfa Sjallana þannig að það verður allt að gulli sem þeir snerta á, er Ármann bæjarstjóri Mídas sjálfur holdi klæddur.Skoðum málið aðeins Á sama tíma og skattar, þ.e. fasteignagjöld og útsvar var lækkað um brot úr prósenti voru gjaldskrár Kópavogskaupstaðar hækkaðar. Það kostaði meira að fara í sund, það var dýrara að hafa barn á leiksskóla og tónlistarskóla, og það var dregið úr allri þjónustu við íbúana. Allt ráðstafanir í anda íhaldsins til að færa peninga frá þeim efnaminni til þeirra ríkari. Á sama tíma og Ármann bæjarstóri fann ekki tvær milljónir í bæjarstjóði til að greiða fyrir ferðaþjónustu blindra eins og lögbunið er, þá fannst honum allt í lagi og eðlilegt að hækka kaupið við sjálfan sig sjálfan um rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Réttlæting hans á þeim gjörningi var að hann hefði nú aldeilis unnið fyrir þessari lögbundnu kauphækkun því hann hafði skipað svo mikinn niðurskurð í skólum bæjarfélagsins að þetta væri bara brot af allri þeiri vinnu. Reyndar voru drekarnir sem hann beitti á vagninn í niðurskurðinum ekki par ánægðir með að hafa ekkert úr bítum fyrir að vinna skítverkin og minntust á það í blaðagreinum að þeir næðu ekki einu sinni þriðjungi af launum snillingsins.Að borga niður skuldir Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar: 1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð? 2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar! Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga: 1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna? 2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi? 3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sem betur fer eiga Kópavogsbúar möguleika á að velja í kosningunum 31. maí næstkomandi. Við hjá Dögun og umbótasinnum viljum að allt bókhald og upplýsingar um reikninga Kópavogskaupstaðar séu opin og hægt sé að fletta upp í þeim gögnum þannig að við sem eigum þá fjármuni sem um er vélað getum tekið okkar upplýstu ákvarðanir um hvernig fjármunum bæjarfélagsins er varið. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi viljum gera alla bæjarbúa sem á því hafa áhuga að þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana og leyfa fólki að velja um hvort þeir vilji frekar borga úr sjóðum bæjarfélagsins tvær milljónir í akstursþjónustu blindra eða hækka laun bæjarstjórans um tvær milljónir á ári. Við hjá Dögun og umbótasinnum í Kópavogi teljum að með því að opna bókhaldið þannig að við getum skoðað það milliliðalaust getum við fundið fullt af sparnaðarleiðum, eins og t.d. að borga minna fyrir hugbúnað með innleiðingu lausna með frjálsum hugbúnaði. Kjósandi góður í Kópavogi. Þú átt val. Þú getur valið Mídas áfram sem mun örugglega finna sér annan Golíat. — Þá veluru óráðsíu og spillingu. — En þú getur líka valið Dögun og umbótasinna og þá færðu að vita sannleikan og þú færð meira að segja tækifæri til að vera þátttakandi í að vinda ofan af vitleysunni sem hefur viðgengist.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun