Höldum áfram ... með trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. maí 2014 12:05 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun