Er gaman að búa í Garðabæ? Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Rósanna Andrésdóttir skrifar 26. maí 2014 14:26 Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun