Höfum við efni á mannréttindum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. maí 2014 15:05 Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar