Bolaflokkurinn Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2014 15:24 Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar