Eflum félagsþjónustu í Garðabæ Sigríður Finnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 16:27 Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar