Barnafjölskyldur í fyrsta sæti Helga María Hallgrímsdóttir skrifar 27. maí 2014 15:11 Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur!
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar