Íbúalýðræði í Mosfellsbæ Jan Agnar Ingimundarson skrifar 28. maí 2014 14:15 Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar