Áfram Kópavogur! Karen E. Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2014 15:00 Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur!
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar