Handbolti

Serbar vilja íslenskan unglingalandsliðsmann

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eftirsóttur
Eftirsóttur mynd/fjölnir/elmar
Fimmtán ára gamall íslenskur ríkisborgari, Djordje Panic sem leikið hefur fyrir íslenska U-16 ára landsliðið, hefur verið valinn í U-15 ára landslið Serbíu í fótbolta.

Panic æfir og leikur með Fjölni og fór út í gær föstudag til æfinga með úrtakshópi hjá Serbíu sem á tvo æfingaleiki gegn Ungverjalandi í vændum.

Panic getur leikið gegn Ungverjum án þess að þurfa að velja á milli Íslands og Serbíu. Fari svo að hann verði valinn í U-17 ára landslið Serbíu á næsta ári til að leika keppnisleik þarf hann að velja á milli Íslands og Serbíu þar sem hann hefur leikið fyrir Ísland í keppni.

Elmar Örn Hjaltalín þjálfari hans í þriðja flokki hjá Fjölni segir strákinn á báðum áttum um hvað skuli velja komi að því. Panic er fæddur í Serbíu og þaðan koma báðir foreldrar hans en pabbi hans var atvinnumaður í gömlu Júgóslavíu. Panic eldri kom til Íslands 2001 til að leika með Neista á Djúpavogi en Djordje kom ári seinna, þriggja ára gamall.

Panic kemur heim til Íslands frá Serbíu á föstudaginn og fer þá beint á úrtaksæfingu fyrir Ólympíuleika æskunnar sem fram fara í Kína í ágúst en U-16 ára landslið Íslands hefur tryggt sig inn á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×