Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 17:08 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Haraldur hefur verið Mosfellingur nánast frá blautu barnsbeini. Gekk í Varmárskóla og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í fjármálum í The University of Arizona í Bandaríkjunum. Hann hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ síðan árið 2007 og leiddi lista sjálfstæðismanna til sigurs í síðustu kosningum. Hann er giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur, viðskiptafræðingi, er þriggja barna faðir og á þrjú barnabörn. Áhugamál Haraldar eru útivist, golf, fjallgöngur og pólitík. Hann veit fátt eitt skemmtilegra en að ganga stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Áherslur Haraldar eru að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ. Hann vill leiða uppbyggingu á framúrskarandi Mosfellsbæ sem hefur heilbrigði og hag bæjarbúa að markmiði sínu enda varð bærinn fyrir skömmu fyrsta heilsueflandi samfélag á Íslandi. Haraldur leggur einnig áherslu á traustan og ábyrgan rekstur bæjarins, hér eftir sem hingað til. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kirkustaðurinn á Lágafelli og Gjáin í Þjórsársdal. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund Bernaise. Hvernig bíl ekur þú? Landcruiser 2005. Besta minningin? Brúðkaupsdagurinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, ég hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Að flytja til Reykjavíkur í eitt ár. Draumaferðalagið? Sigling á Miðjarðarhafinu. Hefur þú migið í saltan sjó? Já. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að gefa kost á mér í pólitík. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, oft. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08