„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 14:32 Kristín Soffía Jónsdóttir. Vísir/stefán/Valli „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15