„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2014 14:32 Kristín Soffía Jónsdóttir. Vísir/stefán/Valli „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna. Tilfinningahitinn í henni er borinn upp af aðilum sem eiga beinna hagsmuna að gæta,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir. Kristín, sem situr í umhverfis- og skipulagsráði, bílastæðanefnd og er formaður Heilbrigðisnefndar fyrir hönd Samfylkingar í borginni, fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni. „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu fjölga slysum um 1.866 á ári - hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ segir í pistlinum sem ber einfaldlega titilinn „Tilfinningaklám“. Segir Kristín flugvöllinn alls ekki stóra málið fyrir Reykvíkinga í komandi sveitastjórnarkosningum. „Í fyrsta lagi er flugvöllurinn ekki að fara á þessu kjörtímabili og í öðru lagi brenna önnur mál frekar á fólki,“ segir Kristín Soffía. Nefnir hún til sögunnar húsnæðismál, barnafjölskyldur og kjör almennings.Myndin sem samtökin „Hjartað í Vatnsmýrinni“ hafa birt á Fésbókinni.Í pistli sínum segist Kristín verða að fá að gagnrýna magnið af tilfinningaklámi í umræðunni um flugvöllinn. Hún sé við það að kasta upp. Nú verði hún að vera með í umræðunni og hellir sér í tilfinningaklám frá hinu sjónarhorninu í kaldhæðnistón: „Ef þú vilt að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þá viltu eyða 1,2 milljónum lítra aukalega af bensíni og þannig pína fólk til að borga 294 milljónir aukalega í eldsneyti á ári. Þér er líka skítsama um allt fólkið sem býr í Hlíðunum og þarf að þola þar svifryk og mengun. Þér eiginlega bara drullusama um umhverfið og hatar loftið okkar enda ertu eigingjarn drulludeli,“ segir í pistlinum. Kristín Soffía bendir meðal annars á mynd sem nú sé í dreifingu á vegum samtakanna þar sem „átakasvæði flugvallarins“ er sýnt. Formenn samtakanna „Hjartað í Vatnsmýrinni“ segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. Samtökin stóðu fyrir blaðamannafundi á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar í dag. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn. Kristín ítrekar hins vegar að ekki sé um stórt mál að ræða fyrir Reykvíkinga og bætir í tilfinningaklámið í skrifum sínum. „Einn mun slasast alvarlega - kannski aldrei ná sér að fullu - kannski unglingur með framtíðina fyrir sér. Á 20 ára fresti mun verða banaslys bara vegna flugvallarins - kannski er það kona, kannski er hún barnshafandi.“ Lokaorðin eru eftirfarandi: „Farðu nú að skammast þín því þú virkilega hatar Reykavíkinga, umhverfið og peninga.“ Post by Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15