Endurreisum Hótel Ísland Björn Jón Bragason skrifar 2. maí 2014 16:05 Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun