Dögun og velferðarvinir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 5. maí 2014 10:28 Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun