Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2014 20:57 Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira