Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2014 20:57 Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira