Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið 20. apríl 2014 19:58 Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira