Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið 20. apríl 2014 19:58 Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum. Heimildir herma að það verði gert á næstu dögum. Þrýstingur er á Guðna Ágústsson að bjóða fram krafta sína, meðal annars frá formanni flokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Enginn í kjörstjórn né í forystu flokksins hefur hinsvegar rætt við Guðrúnu Bryndísi um hug hennar til oddvitasætisins. „Það hefur ekki farið mikið fyrir því. Það hefur verið óformlegt en þeir hafa ekki talað við mig um áframhaldið,“ segir Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista Framsóknar í Reykjavík. Guðrún Bryndís er umhverfis- og byggingaverkfræðingur með sérstaka áherslu á skipulag spítala. Hún telur að fagleg þekking sín á borgarmálum sé mikilvægari en pólitísk reynsla Guðna Ágústssonar og þar með sé hún betri kostur í oddvitasætið. „Vaninn er auðvitað að það sé gamall reynslubolti í 1.sæti eða einhver sem er búinn að vinna sig upp en ég kem inn af götu og gef kost á mér og er metin það sterkur kandidat og það mikill styrkur fyrir framboðið að mér er valið annað sætið. “ Varaformaður Framsóknarflokksins viðurkennir að uppkomin staða sé ekki til hagsbóta fyrir flokkinn. „Það er auðvitað alltaf svolítið óheppilegt þegar menn eru búnir að fara hálfa leið af stað en ná ekki að klára það. Það sýnir sig að það er ekki nægilegur stuðningur við það sem menn hafa sett upp. Þá verður að gefa félögum okkar í stjórninni smá tíma til að stokka upp spilin. Ég treysti þeim alveg til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Finnst þér ekkert verið að ganga framhjá þér þegar það er ekki einu sinni búið að tala við þig um að taka við oddvitasætinu? Ég held að fólk hljóti bara að vera að hugsa málið í ró og næði ætli það séu ekki bara allir undir feldi og skíthræddir við að koma út.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira