Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2014 15:45 Vísir/Vilhelm Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira