Aron: Takk fyrir upplýsingarnar - þetta er bara fínt Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 11:00 Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding í Danmörku út tímabilið. Vísir/EPA „Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
„Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35