Aron: Takk fyrir upplýsingarnar - þetta er bara fínt Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 11:00 Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding í Danmörku út tímabilið. Vísir/EPA „Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35