Hinir „nýfátæku“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:09 Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun