Gísli Marteinn kominn inn í Harvard Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2014 18:17 Gísli Marteinn Baldursson. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi." Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi."
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira