Ekki er allt sem sýnist Marjatta Ísberg skrifar 7. apríl 2014 16:14 Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spurður í útvarpsviðtali hverja hann teldi vera orsök lélegs gengis flokksins í skoðanakönnunum. Hann svaraði að þetta myndi breytast þegar flokkurinn birti stefnuskrá sína í borgarmálum og kjósendur fengju tækifæri til að kynna sér stefnumál hans. Nú er það svo að þeir sem hafa rannsakað hegðun kjósenda fullyrða að í nútíma samfélagi vinnist kosningar ekki á grundvelli stefnumála heldur ímynda. Fæstir kjósenda kynni sér stefnumál flokka til hlítar heldur láti nokkur slagorð nægja. Þetta hafa t.d. Framsóknarmenn notfært sér vel, síðast í þingkosningunum þegar þeir lofuðu öllum þjökuðum sáluhjálp í formi niðurfellingar skulda. Auk þess var ímynd Sigmundar Davíðs vel úthugsuð enda uppskáru þeir eins og þeir sáðu. Allt þetta hafa ímyndarfræðingar Valhallar væntanlega haft í huga þegar þeir hleyptu koningabaráttu flokksins af stokkunum nú í vikunni. Slagorð þeirra voru moðuð saman úr margtugginni PISA könnun: “Það er óviðunandi að 30 % drengja geti ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla” hljóðaði það og fyrir neðan var birt nær heilsíðu mynd af oddavitanum mjög svo þungbúnum. Við Reykvíkingar getum örugglega allir verið sammála því að börn okkar og barnabörn eigi að vera vel læs. En hvað er til ráða? Eigum við ekki að setja pening í að rannsaka orsakirnar til að geta gert bragarbót? ─ Ó nei, Sjálfstæðislokkurinn hefur þegar svarið á staksteinum. “Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu”. Þegar hingað var komið í auglýsingunni höfðu líklega flestir hætt að lesa og farið að fletta áfram. Eftir stendur hugmyndin um skólakerfið sem hefur brugðist vegna úrelts fyrirkomulags og kennsluhátta.Alls konar breytingar Nú hef ég fylgst með íslenska skólakerfinu í meir en aldarfjórðung og get sagt oddvita Sjálfstæðisflokksins að skólinn hjakkar ekki í sama farinu, þvert á móti. Það hefur orðið umbylting á síðustu 20 árum og stafar sú bylting fyrst og fremst af því að yfirvöld menntamála hafa markað nýja stefnu sem við kennarar reynum svo að framkvæma eftir bestu getu, burt séð hvort við séum sannfærðir um ágæti hennar eður ei. En við megum ekki gleyma því að samfélagið allt og umheimurinn hafa einnig breyst. Margir drengir eyða allt of miklum tíma við tölvur og það dregur úr heilaorku og gerir þá fráhverfa lestri. Sumir aftur á móti stunda íþróttir af svo miklu kappi að lítill sem enginn tími er fyrir heimalærdóm. Þetta tvennt er varla skólakerfinu að kenna. Svo er það hlutverk foreldranna. Þó að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín, hafa allir ekki viljaþrek til að framkvæma það sem þeir vita að sé það besta. Hversu margir foreldrar t.d. trassa að sitja með barni sínu í rólegheitum og hlusta á það að lesa eða lesa sjálfir fyrir það í notalegheitum og ræða efni textans?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun