Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 12:41 Mynd/Skjáskot Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwenn, greindi frá því í samtali við Vísi í gær að Talant Duyshebaev, þjálfari Kielce, hefði veist að honum og slegið hann fyrir neðan beltisstað. Það atvik má sjá hér. Duyshebaev hélt svo áfram á blaðamannafundinum þar sem hann sakaði Guðmund um ósæmilega hegðun. Guðmundur svaraði með því að segja ásakanir Spánverjans lygar. Eins og Guðmundur greindi frá í gær hefur Rhein-Neckar Löwen ákveðið að kæra atvikið en JJ Rowling, talsmaður handknattleikssambands Evrópu (EHF), sagði við danska fjölmiðla í dag að sambandið hefði ekki móttekið kæru frá þýska félaginu. Atvikið sé þó til skoðunar hjá EHF í augnablikinu. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið í dag enda tekur Guðmundur við þjálfun danska landsliðsins í sumar. Guðmundur segir í samtali við Jyllands-Posten í dag að málið hefði fengið mikið á sig. „Þetta er mikið áfall fyrir mig. Ég ætlaði að fara til minna fyrrum leikmanna sem eru nú hjá Kielce og þakka þeim fyrir leikinn. Hann kom þá upp að mér og kýldi mig í klofið með hnefanum. Ég var í sjokki og beygði mig niður. Ég brást við en aðeins með því að öskra á hann,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en liðin eigast að nýju við þann 31. mars næstkomandi, þá í Þýskalandi. Kielce vann í gær, 32-28. Eins og Guðmundur sagði við Vísi í gær bauð Duyshebaev Guðmundi að útkljá málin út á bílastæði eftir blaðamannafundinn skrautlega. „Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00