Pistorius var á internetinu klukkustund áður en hann skaut kærustuna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2014 11:18 Pistorius grét í réttarsalnum í morgun. vísir/afp Spretthlauparinn Oscar Pistorius fór á internetið í síma sínum aðeins klukkustund áður en hann skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á heimi sínu í Pretoríu í fyrra. Áður sagði Pistorius að þau hefðu farið að sofa um tíuleytið að kvöldi en hringt var á sjúkrabíl klukkan 3:20 um nóttina, skömmu eftir að Steenkamp var skotin. Verjendur Pistoriusar segja þó að móttaka tölvupósts, uppfærslur forrita í símanum eða opnar vefsíður geti gefið það til kynna að net símans sé í notkun þó að eigandi hans sé ekki að nota hann. Þá sýnir yfirlit fimm símtöl á milli parsins síðdegis daginn fyrir hina örlagaríku nótt en öll voru þau undir fimm mínútum að lengd. Bent var á að af þeim rúmlega 1.700 textaskilaboðum sem parið sendi sín á milli hafi aðeins fjögur bent til ósættis. Í gær kom fram að í einum textaskilaboðunum hafi Steenkamp viðurkennt það fyrir Pistoriusi að hún væri stundum hrædd við hann. Þau skilaboð sendi hún nokkrum vikum áður en hún lést. Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð en hann ber því við að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða þegar hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð í svefnherbergi sínu. Steenkamp var þar fyrir innan og hæfðu þrjú skot hana, eitt í læri, annað í handlegg og það þriðja í höfuð. Réttarhöldin munu standa yfir til 16. maí en upphaflega áttu þau að taka um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 „Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Spretthlauparinn Oscar Pistorius fór á internetið í síma sínum aðeins klukkustund áður en hann skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á heimi sínu í Pretoríu í fyrra. Áður sagði Pistorius að þau hefðu farið að sofa um tíuleytið að kvöldi en hringt var á sjúkrabíl klukkan 3:20 um nóttina, skömmu eftir að Steenkamp var skotin. Verjendur Pistoriusar segja þó að móttaka tölvupósts, uppfærslur forrita í símanum eða opnar vefsíður geti gefið það til kynna að net símans sé í notkun þó að eigandi hans sé ekki að nota hann. Þá sýnir yfirlit fimm símtöl á milli parsins síðdegis daginn fyrir hina örlagaríku nótt en öll voru þau undir fimm mínútum að lengd. Bent var á að af þeim rúmlega 1.700 textaskilaboðum sem parið sendi sín á milli hafi aðeins fjögur bent til ósættis. Í gær kom fram að í einum textaskilaboðunum hafi Steenkamp viðurkennt það fyrir Pistoriusi að hún væri stundum hrædd við hann. Þau skilaboð sendi hún nokkrum vikum áður en hún lést. Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð en hann ber því við að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða þegar hann skaut fjórum skotum í gegnum baðherbergishurð í svefnherbergi sínu. Steenkamp var þar fyrir innan og hæfðu þrjú skot hana, eitt í læri, annað í handlegg og það þriðja í höfuð. Réttarhöldin munu standa yfir til 16. maí en upphaflega áttu þau að taka um þrjár vikur. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55 „Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24 Réttarhöldin yfir Pistoriusi framlengd Munu standa yfir þar til um miðjan maí. 23. mars 2014 13:56 Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40 Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48 Spretthlauparinn segist saklaus Oscar Pistorius var leiddur fyrir rétt í dag. 3. mars 2014 10:09 Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. 14. febrúar 2013 13:55
„Stundum er ég hrædd við þig“ Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra. 24. mars 2014 15:24
Hver er Oscar Pistorius? Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður? 20. febrúar 2013 15:40
Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og hann hefur látið af. 19. mars 2014 20:48
Ljósmyndir af líki Steenkamp vöktu óhug í réttarsalnum Spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi enn á ný á níunda degi réttarhaldanna. 13. mars 2014 14:20
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14