Viljum við nýta okkur beint lýðræði við úthlutun styrkja í sveitarfélögunum? María Grétarsdóttir skrifar 25. mars 2014 14:21 Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er beint lýðræði? Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaákvarðana er falið almenningi með kosningu þar um. Andstæðan við beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því tilviki kýs almenningur fulltrúa sem sitja í umboði þeirra.Fjárveitingar til stærri verkefna sem ekki falla undir skylduverkefni sveitarfélaga Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor og því hollt að taka upp umræðu varðandi með hvaða hætti bæjarbúar telja eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað skattfé íbúa til annarra verkefna en þeirra sem falla undir skylduverkefni sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu um skylduverkefni sveitarfélaganna á bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku að leikskólarnir féllu til að mynda ekki undir skylduverkefni sveitarfélaganna. Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um það meðal bæjarbúa að bærinn taki þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka í bænum upp á tug og í sumum tilfellum hundruði milljóna hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim tilfellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld beita beinu lýðræði í auknum mæli.Styrkir til frjálsra félagasamtaka Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síðustu viku lagði ég til við afgreiðslu viljayfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni kosningu um málið á vef Garðabæjar. Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi Samfylkingar vék af fundi undir þessum lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfirlýsingunnar við GKG er að Garðabær fjármagni til helminga á móti Kópavogsbæ 80% af heildarkostnaði við byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta rúmar 630 milljónir krónur. Þannig myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja hundrað milljónir króna.Mikilvægi jafnræðis í skólastarfi FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði til í árslok 2013, við gerð fjárhagsáætlunar, að framlög til bæjarreknu grunnskólanna yrðu aukin um 500 milljónir króna á árinu 2014, þannig að þeir nytu sambærilegra framlaga til kennslukostnaðar og einkareknir skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla í dálkinum “viðbótarframlög” í meðfylgjandi mynd).Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst er hvernig meirihlutinn getur rökstutt fjárveitingar upp á fleiri hundruð milljónir til frjálsra félagasamtaka í bænum þegar slíkur halli er í fjárveitingu til skylduverkefna sveitarfélagsins.Fjárveitingar til skólanna í Garðabæ á árinu 2013 Á meðfylgjandi mynd má sjá fjárveitingar til skólanna í Garðabæ. Kennslukostnaður pr. barn er fundinn út með því að draga húsnæðiskostnað frá heildarframlögum. Húsnæðiskostnaður er misjafn meðal skólanna, meðal annars vegna lélegrar nýtingar sumra þeirra. Í þessum tölum er reiknað með að húsnæðiskostnaður Barnaskóla Hjallastefnunnar sé sá sami og Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður skólans er samkvæmt framlögðum gögnum mun lægri en húsnæðiskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi húsnæði og þannig liggur svigrúm í framsetningunni fyrir viðbótarkostnaði hjá skólanum sem hugsanlega er umfram bæjarskólana eða sem nemur um tveimur stöðugildum. Meirihluti barnanna í skólanum eru úr Garðabæ. Alþjóðaskólinn fær lægri heildarframlög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla. Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur barna í skólanum.Björt framtíð fólksins í bænum FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð mun beita sér í þágu beins lýðræðis, stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera valdatæki þröngra hagsmuna.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar