Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2014 18:01 Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira