Rússland hefur beitt neitunarvaldi sínu á fundi Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna til að koma í veg fyrir ályktun sem átti að gagnrýna atkvæðagreiðsluna sem fer fram á Krímskaga á morgun. Rússar eru eina þjóðin sem kaus gegn ályktuninni en Kínverjar sátu hjá.
BBC greinir frá því að vestræn stjórnvöld hafi harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa um að beita neitunarvaldinu. Atkvæðagreiðslunni á morgun er ætlað að skera úr um það hvort íbúar Krímskagans vilji sameinast Rússlandi á ný, en landssvæðið var hluti Rússlands til ársins 1954.
