Eru kröfur framhaldsskólakennara ósanngjarnar? Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2014 16:33 Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar