Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur misst af tveimur síðustu leikjum Guif í sænsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla í hásin.
Aron Rafn meiddist í upphitun fyrir leik Guif gegn Sävehof á miðvikudaginn og kom þá í ljós lítil hola í hásininni.
Aron Rafn segir meiðslin ekki vera alvarleg og að hann hafi raun verið hvíldur í þessum tveimur leikjum sem hann missti af en Guif vann bæði leikinn gegn Sävehof og Önnereds í dag í deildinni.
Aron Rafn byrjar að æfa aftur á morgun og ætti að vera klár í næsta leik.
Aron Rafn með holu í hásininni
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
