Íslenska skíðafólkið skilaði sér í mark í Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2014 08:30 Helga María Vilhjálmsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Íslenska alpagreinafólkið á Vetrarólympíuleikum í Sotsjí komst í mark í átta af níu greinum sínum sem er miklu betra hlutfall en á undanförnum leikum. Fréttablaðið bar þennan árangur saman við hlutfall keppenda sem komust í mark á síðustu fjórum Vetrarólympíuleikum. Í heildina var árangur aðeins undir þeim markmiðum sem ég hafði sett mér,“ sagði Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, um frammistöðu íslenska hópsins á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. „Stelpurnar náðu þó að klára allar greinar sem þær tóku þátt í og það er langt síðan það hefur gerst á ÓL. Okkar fólk skortir samt meiri reynslu í keppni í erfiðum aðstæðum, en aðstæður voru erfiðar bæði hjá körlum og konum í svigi og stórsvigi,“ sagði Fjalar. „Þessir krakkar hafa mikið sjálfstraust, þau langaði mikið til að sjá hvar þau standa og þau börðust fyrir því að skila sér í mark í stað þess að fara út úr brautinni við minnstu mistök. Til þess að ná þeim markmiðum sem keppendur settu sér þarf að taka áhættu og það er ekki hægt að skíða niður bara til að klára. Það var ekki sérstaklega lagt upp með að bara klára. Við erum með mjög ungt landslið þessa stundina og allir á sínum fyrstu leikum. Ég sé fyrir mér að hluti af þessum hópi verði á næstu leikum, þá fjórum árum eldri og reynslunni ríkari,“ sagði Fjalar að lokum. Hér fyrir neðan má sjá hlutfall íslenska alpagreinafólksins sem komst í mark í sínum greinum á síðustu fimm Vetrarólympíuleikum Íslenska skíðafólkið skilaði sér í mark í Sotsjí8 prósent 1 af 12ÓL í Naganó 199842 prósent 5 af 12ÓL í Salt Lake City 200267 prósent 8 af 12ÓL í Torinó 200629 prósent 2 af 7ÓL í Vancouver 201090 prósent 8 af 9ÓL í Sotsjí 2014Árangur íslensku keppendanna í Sotsjí: 29. sæti í risasvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 34. sæti í svigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 36. sæti í svigi - Erla Ásgeirsdóttir 36. sæti í svigi - Brynjar Jökull Guðmundsson 46. sæti í stórsvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 54. sæti í stórsvigi - Erla Ásgeirsdóttir 54. sæti í stórsvigi - Einar Kristinn Kristgeirsson 59. sæti í stórsvigi - Brynjar Jökull Guðmundsson Úr leik í svigi - Einar Kristinn Kristgeirsson Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Íslenska alpagreinafólkið á Vetrarólympíuleikum í Sotsjí komst í mark í átta af níu greinum sínum sem er miklu betra hlutfall en á undanförnum leikum. Fréttablaðið bar þennan árangur saman við hlutfall keppenda sem komust í mark á síðustu fjórum Vetrarólympíuleikum. Í heildina var árangur aðeins undir þeim markmiðum sem ég hafði sett mér,“ sagði Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, um frammistöðu íslenska hópsins á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. „Stelpurnar náðu þó að klára allar greinar sem þær tóku þátt í og það er langt síðan það hefur gerst á ÓL. Okkar fólk skortir samt meiri reynslu í keppni í erfiðum aðstæðum, en aðstæður voru erfiðar bæði hjá körlum og konum í svigi og stórsvigi,“ sagði Fjalar. „Þessir krakkar hafa mikið sjálfstraust, þau langaði mikið til að sjá hvar þau standa og þau börðust fyrir því að skila sér í mark í stað þess að fara út úr brautinni við minnstu mistök. Til þess að ná þeim markmiðum sem keppendur settu sér þarf að taka áhættu og það er ekki hægt að skíða niður bara til að klára. Það var ekki sérstaklega lagt upp með að bara klára. Við erum með mjög ungt landslið þessa stundina og allir á sínum fyrstu leikum. Ég sé fyrir mér að hluti af þessum hópi verði á næstu leikum, þá fjórum árum eldri og reynslunni ríkari,“ sagði Fjalar að lokum. Hér fyrir neðan má sjá hlutfall íslenska alpagreinafólksins sem komst í mark í sínum greinum á síðustu fimm Vetrarólympíuleikum Íslenska skíðafólkið skilaði sér í mark í Sotsjí8 prósent 1 af 12ÓL í Naganó 199842 prósent 5 af 12ÓL í Salt Lake City 200267 prósent 8 af 12ÓL í Torinó 200629 prósent 2 af 7ÓL í Vancouver 201090 prósent 8 af 9ÓL í Sotsjí 2014Árangur íslensku keppendanna í Sotsjí: 29. sæti í risasvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 34. sæti í svigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 36. sæti í svigi - Erla Ásgeirsdóttir 36. sæti í svigi - Brynjar Jökull Guðmundsson 46. sæti í stórsvigi - Helga María Vilhjálmsdóttir 54. sæti í stórsvigi - Erla Ásgeirsdóttir 54. sæti í stórsvigi - Einar Kristinn Kristgeirsson 59. sæti í stórsvigi - Brynjar Jökull Guðmundsson Úr leik í svigi - Einar Kristinn Kristgeirsson
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira