Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 11:32 Dana White, forseti UFC, og Gunnar eftir bardagann í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni. MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni.
MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10