Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 11:32 Dana White, forseti UFC, og Gunnar eftir bardagann í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni. MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni.
MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10