Sport

Datt á andlitið en fékk samt bronsið - þrefalt hjá Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar unnu þrefaldan sigur í skíðaati karla í dag á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en aðeins þrír af fjórum kláruðu brautina í úrslitunum.

Hinn 25 ára gamli Jean Frederic Chapuis tryggði sér gullið en Arnaud Bovolenta fékk bronsið og Jonathan Midol tók bronsið. Kanadamaðurinn Brady Leman datt um miðja braut og náði ekki að klára.

Jonathan Midol datt reyndar beint á andlitið rétt áður en hann kom í markið en það kom ekki í veg fyrir Ólympíuverðlaun hjá honum því hann rann yfir marklínuna og tryggði sér bronsverðlaunin.

Jean Frederic Chapuis hefur nú bæði orðið Ólympíumeistari og Heimsmeistari í þessari grein en hann vann hana á HM árið 2013.

Þetta er í annað skiptið sem keppt er í þessari skemmilegu grein á Vetrarólympíuleikunum . Svisslendingurinn Michael Schmid sem vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum tókst ekki að verja Ólympíutitilinn sinn því hann datt út í undanúrslitunum.

Það er hægt að sjá myndband með úrslitaferðinni með því að smella hér fyrir ofan.

Vísir/AFP
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×