Sport

Úkraínsk skíðakona hættir við þátttöku á ÓL

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bogdana Matsotska í skíðabrekkunni í Sotsjí.
Bogdana Matsotska í skíðabrekkunni í Sotsjí. Vísir/Getty
Bogdana Matsotska frá Úkraínu hefur dregið sig úr keppni í svigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí vegna ástandsins í heimalandi hennar.

Haft var eftir föður hennar í fjölmiðlum ytra í dag að þetta gerði hún til að sýna mótmælendum í Úkraínu samhug en fjöldi manns hafa látist í mótmælaaðgerðunum í Kænugarði síðustu daga.

Alþjóðaólympíunefndin staðfesti í dag að Matsotska muni ekki taka þátt í svigkeppninni sem fer fram á morgun.

Matsotska hafnaði í 27. sæti í risasvigi og varð svo í 43. sæti í stórsvigi á leikunum í Sotsjí.


Tengdar fréttir

35 sagðir látnir í Kænugarði

Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×